Nýsköpun í grænni efnafræði

Fræddu mig

Gefn vinnur að ferlum þar sem sköpuð eru verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu um leið og CO2 er bundið

Tækni Gefnar gerir mögulega kvika vinnslu og framleiðslu endurnýjanlegra efnasambanda. Tæknin gefur kost á sjálfbærri framleiðslu sem bætir nýtingu hráefna og minnkar þörf á framleiðslu íðefna úr jarðefnaeldsneyti. Þetta er gert með því að umbreyta staðbundnum aukaafurðum og úrgangi sem myndast við vinnslu á líffitu í verðmæt íðefni. Ferlið getur bundið CO2.

01

Nýtum aukaafurðir og úrgang sem skapast við hefðbundna vinnslu á líffitu

Við framleiðslu á lífdísli, fituíðefnum, omega-3 fiskiolíu og öðrum afurðum úr lífolíu myndast oft mikið magn verðlítilla aukaafurða eða úrgangs, s.s. glýseról, fitusýrur og þríglýseríð.

02

Loftslagshlutlaust CO2 sem hráefni

Við vinnslu Gefnar er CO2 annað hvort fengið frá ferlum sem meðhöndla lífmassa eða með föngun úr andrúmsloftinu. Þetta loftslagshlutlausa CO2 getur gert heildarframleiðsluferlið kolefnishlutlaust eða jafnvel kolefnisneikvætt sem aftur eykur verðmæti þeirra íðefna sem til verða við framleiðsluna.

03

Sveigjanleg, hagkvæm og staðbundin framleiðsla á endurnýjanlegum og sjálfbærum íðefnum

Skilvirk ferli Gefnar gera mögulega allt í senn kvika, hagkvæma og staðbundna framleiðslu á verðmætum grænum íðefnum, þ.e. karbónötum og esterum. Þau eru unnin úr glýseróli, fitusýrum og þríglýseríðum með efnahvörfum við alkóhól, karboxýlsýrur og CO2. Íðefnin sem til verða við framleiðsluna nýtast sem séríðefni, leysiefni eða milliefni.

04

Bætir nýtingu hráefnis samhliða því að binda kolefni

Gefn hannar tæknilausnir byggðar á einingum sem tengdar eru beint við verksmiðjur sem vinna úr líffitu. Með vinnsluferli Gefnar er hægt að bæta nýtingu hráefna og auka hagkvæmni. Til viðbótar binst kolefni í framleiðslunni sem getur leitt til þess að meira kolefni binst í heildarframleiðsluferlinu en það skapar, sem þýðir að ferlið í heild sinni verður kolefnisneikvætt.

05

Framleiðsla grænnar iðnaðar- og neytendavöru

Íðefnin sem verða til í framleiðslunni eru karbónöt og esterar sem eru notuð víða í framleiðslu á hreinsiefnum, hreinlætisvörum, snyrtivörum, lyfjum og málningu en einnig í íblöndunarefni í eldsneyti, í rafhlöður, við matvælaframleiðslu o.fl. Einnig er hægt að nýta þau sem milliefni sem unnin eru áfram í önnur íðefni eða til að búa til nýjar gerðir af fjölliðum.

Sveigjanleg tækni byggð á einingum

Hægt er að nýta skilvirk ferli Gefnar í heild sinni eða einstaka hluta eftir því sem hentar hverju sinni. Tæknin er byggð upp af einingum sem tryggir að tíminn sem tekur að tengja þær við fyrirliggjandi framleiðslu er lágmarkaður, sem aftur þýðir að lágmarks truflun verður á fyrirliggjandi rekstri. Þessar einingar tryggja að einfalt er að breyta öllum ferlum Gefnar eða flytja einstakar framleiðslueiningar eftir því sem hentar hverju sinni.

Lausnir Gefnar tryggja að hægt er að breyta framleiðslunni á einfaldan hátt eftir því hvaða hráefni er í boði, hvaða íðefni þarf að framleiða og í hvaða magni. Vegna þess er hægt að bregðast hratt við breytingum á framboði á hráefnum eða ef þörf er á að skipta um íðefni sem verið er að framleiða, t.d. vegna breyttra markaðsaðstæðna.

Allt þetta þýðir að kostnaði við framleiðsluna er haldið í lágmarki og hámarks arðsemi er tryggð.

Skiptu á skilvirkan hátt út séríðefnum og leysiefnum unnum úr jarðefnaeldsneyti

Í framleiðslu Gefnar verða til á hentungan og skilvirkan hátt græn íðefni sem hægt er að nýta í staðinn fyrir íðefni sem unnin eru úr jarðefnaeldsneyti. Þessi íðefni nýtast í breitt svið iðnaðar- og neytendavara.

Gefn þróar bestaðar formúlur sem hámarka virkni og lágmarka kostnað sem og umhverfisáhrif þeirra afurða sem íðefnin eru notuð í.

Efnaiðnaður þarf að styðja hringrásarhagkerfið

Uppfinningar og nýsköpun Gefnar mun tryggja að í efnaiðnaði framtíðarinnar verði hægt að nýta á hagkvæman hátt kolefni sem ekki byggja á vinnslu jarðefnaeldsneytis eða úr ferskri fitu úr lífríkinu. Hugmyndafræðin byggir í staðinn á stigvaxandi notkun aukaafurða, úrgangs og loftslagshlutlauss CO2.

Gefn er sífellt að þróa tækni sína í átt að grænni íðefnum með aukinni nýtingu á loftslagshlutlausu CO2.

Samstarfsaðilar

Gefn er í samstarfi við fjölda birgja og ráðgjafa sem styðja við rannsóknir og þróun á tæknilegum lausnum og framleiðslueiningum okkar. Við veitum einnig fyrirtækjum ráðgjöf og tæknilega þjónustu sem tengist kjarnastarfsemi Gefnar.

Gerast samstarfsaðili

Fjármögnun

Gefn hefur fengið styrki úr samkeppnissjóðum sem styðja við rannsóknir og þróun á lausnum og framleiðslueiningum fyrirtækisins.

Um okkur

Gefn er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í efnaiðnaði sem þróar aðferðir fyrir framleiðslu umhverfisvænna íðefna. Tækni Gefnar gefur fyrirtækjum kost á arðbærri efnaframleiðslu innan græna hagkerfisins.

Þekking og reynsla Gefnar gerir okkur einnig kleift að veita ráðgjöf, tæknilega þjónustu og þróa verkefni sem tengjast grænum efnaiðnaði.